spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÍvar stígur inn fyrir Pétur sem tekur við kvennaliði Breiðabliks

Ívar stígur inn fyrir Pétur sem tekur við kvennaliði Breiðabliks

Þjálfari Breiðabliks í Subway deild karla Pétur Ingvarsson mun færa sig innan félags og taka við liði félagsins í Subway deild kvenna fyrir næsta tímabil. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Í hans stað hjá liði félagsins í Subway deild karla kemur Ívar Ásgrímsson, en hann hefur meðal annars áður þjálfað hjá Haukum í Hafnarfirði, sem og Breiðablik.

Þá lætur félagið einnig frá sér stefnu fyrir liðin tvö á komandi tímabili, þar sem að kvennalið þeirra gerir ráð fyrir að halda þeim kjarna sem fyrir var og styrkja hann nú í sumar, en hjá karlaliðinu er stefnan að spila á uppöldum leikmönnum.

Fréttir
- Auglýsing -