Breiðablik lagði Grindavík í 21. umferð Dominos deildar kvenna fyrr í kvöld í Smáranum, 89-68. Liðin jöfn að stigum í 7. og 8. sætinu fyrir leikinn, en eftir hann færist Breiðablik upp í 7. sætið, nú með 6 stig, á meðan að Grindavík er í því 8., með fjögur.
Karfan spjallaði við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leik í Smáranum.