spot_img
HomeFréttirÍvar Ásgrímsson: Við vorum hræðilegar

Ívar Ásgrímsson: Við vorum hræðilegar

23:00 

{mosimage}

 

(Ívar Ásgrímsson) 

 

Stúdínur eru komnar í sumarfrí eftir stórt tap gegn Haukum í dag í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Haukar höfðu 81-59 sigur í leiknum þar sem Stúdínur sáu aldrei til sólar. Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, var að vonum súr í bragði í leikslok.

 

,,Við komum lítið við sögu í þessum leik og vorum bara hörmulega lélegar. Stelpurnar komu ekki tilbúnar í leikinn og það var enginn að leggja sig fram í dag. Við lékum mjög lélega vörn og sóknin okkar var einnig skelfileg þar sem við skoruðum bara 59 stig. Okkur tókst ekki að gefa á fría manninn í dag og mínir menn voru bara í því að kvarta og kveina allan leikinn. Þetta var ekki þannig að Haukarnir hefðu verið eitthvað æðislegir í dag heldur vorum við bara hræðilegar,” sagði Ívar.

 

Þó verður að viðurkennast að ÍS stóð sig afar vel gegn Haukum í undanúrslitunum og bjuggust sennilega fæstir við því að ÍS myndi ná að knýja fram oddaleik. Stúdínur hafa á sterkum leikmönnum að skipa en eins og kannski einhverjir muna áttu þær lítð sem ekkert undirbúningstímabil fyrir þessa leiktíð þar sem fáir leikmenn mættu á æfingar. Þá lék Signý Hermannsdóttir ekkert með liðinu fyrir áramót. Stúdínur sem sagt komnar í sumarfrí en ef þær halda hópinn í gegnum sumarið er ÍS lið sem vel gæti gert tikall í alla titla á næstu leiktíð.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -