spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaIva Bosnjak semur við Fjölni

Iva Bosnjak semur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Iva Bosnjak um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild kvenna.

Iva er 20 ára fyrrum yngri landsliðsmaður frá Króatíu sem kemur til liðsins frá Winterhur í Sviss.

Iva lék sinn fyrsta leik fyrir Fjölni í gær er liðið tryggði sig í undanúrslit VÍS bikarkeppninnar með sigri á Breiðablik, en hún skilaði 14 stigum og tók 9 fráköst í leiknum.

Tilkynning:

Körfuknattleikdeild Fjölnis hefur samið við Ivu Bosnjak um að spila í efstu deild kvenna tímabilið 2021-22
Iva kemur frá Króatíu og er ungur og efnilegur leikmaður fædd árið 2001. Hún hefur undanfarin ár verið að spila í efstu deild í Sviss í mjög sterku liði Winterthur. Iva hefur einnig verið í öllum yngri landsliðum Króatíu.
Iva spilaði sinn fyrsta leik í 16-liða úrslitum gegn Breiðablik í gærkvöldi og skoraði þar 14 stig og tók 9 fráköst
Við bjóðum Ivu velkomna í Grafarvoginn!

Fréttir
- Auglýsing -