spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaIva Bosnjak hetja Fjölnis er liðið lagði Val í framlengdum leik

Iva Bosnjak hetja Fjölnis er liðið lagði Val í framlengdum leik

Fjölnir lagði Val í kvöld í framlengdum leik í sjöundu umferð Subway deildar kvenna, 74-84. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar með fjóra sigra og tvö töp það sem af er tímabili.

Gangur leiks

Það eru gestirnir úr Grafarvogi sem byrja leik kvöldsins eilítið betur. Komast fimm stigum á undan í fyrsta leikhlutanum, en heimakonur í Val ná þó nánast að loka bilinu áður en fjórðungurinn er á enda, 13-15. Leikurinn er svo frekar jafn og spennandi undir lok fyrri hálfleiksins, en þegar að liðin halda til búningsherbergja er forysta Fjölnis 3 stig, 35-38.

Með góðum þriðja leikhluta ná Valskonur svo að vera skrefinu á undan í upphafi seinni hálfleiksins, en staðan fyrir þann fjórða er 51-46 heimakonum í vil. Mest nær Valur 9 stiga forystu á lokamínútum leiksins. Fjölnir nær þó að koma til baka á einhvern undraverðan hátt og er það Iva Bosnjak sem tryggir þeim framlengingu með flautuþrist í lok venjulegs leiktíma, 66-66.

Í framlengingunni keyra Fjölniskonur svo yfir Val, vinna hana 18-8 og leikinn með 10 stigum, 74-84

Kjarninn

Valskonur virtust vera með pálmann í höndum sér undir lok venjulegs leiktíma. Eftir að hafa elt meirihlutann af leiknum byggðu þær sér upp forystu í fjórða leikhlutanum sem á einhvern furðulegan hátt fuðraði upp alveg undir lokin. Vel gert hjá Fjölni að missa aldrei trúna, tryggja sér þessa framlengingu og flengja heimakonur svo í henni. Annar leikurinn í röð þar sem að flautukarfa ræður úrslitum fyrir Fjölni. Kannski ekki vænlegt til árangurs til lengdar, en gerir leiki þeirra ansi skemmtilega.

Atkvæðamestar

Ameryst Alston var potturinn og pannan í leik Vals í dag, skilaði 31 stigi, 7 fráköstum og 7 stolnum boltum. Fyrir gestina úr Grafarvogi var Sanja Orozovic best með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar.

Hvað svo?

Það er komið að landsleikjahléi í deildinni. Bæði lið eiga leik næst þann 21. nóvember, Valur heima gegn Grindavík á meðan að Fjölnir mætir Breiðablik í Dalhúsum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -