spot_img
HomeFréttirÍtalía: Siena komnir í vænlega stöðu

Ítalía: Siena komnir í vænlega stöðu

00:54

{mosimage}
(Ksistof Lavrinovic hefur spilað vel fyrir Siena)

Fyrr í dag voru tveir leikir í 8-liða úrslitum ítölsku deildarinnar. Meistarar Siena unnu nauman sigur á Bologna á útivelli 69-72 og eru komnir með forystu 2-0 í einvígi liðanna. Milano jafnaði einvígi sitt við Premiata Montegranaro með stórsigri 101-73.

Sigur Siena á Bologna veitir þeim tækifæri til að gera út um einvígið á heimavelli í næsta leik en þeir eru komnir í 2-0 og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram.

Þrátt fyrir nauman sigur var Siena alltaf skrefi framar en Bologna og leiddu í hálfleik 31-42 og höfðu að lokum þriggja stiga sigur 69-72.

Litháinn Ksistof Lavrinovic hefur spilað vel fyrir Siena að undanförnu en hann var stigahæstur í liðinu með 18 stig.

Bandaríkjamaðurinn Bootsey Marvis Thornton skoraði 14 og var næst stigahæstur hjá Siena.

Venesúelabúinn Oscar Torres og Joseph Forte voru stigahæstir hjá Bologna me 15 stig hvor.

Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Siena og næsti leikur fer fram á heimavelli Siena á miðvikudagskvöld.

Stórsigur Mílanómanna
Montegranaro sá aldrei til sólar gegn Mílanó sem leiddi mest allan leikinn. Í hálfleik munaði 14 stigum 54-40 og að lokum höfðu heimamenn stóran sigur 101-73.

Danilo Gallinari var með 27 stig fyrir Mílanó og Ansu Sesey bætti við 24 stigum.

Hjá Montegranaro skoruðu Sharrod Ford og Jobey Thomas 18 stig hvor.

Staðan í einvíginu er 1-1 og næsti leikur fer fram á heimavelli Montegranaro á miðvikudagskvöld.

[email protected]

Mynd: euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -