spot_img
HomeFréttirÍtalía: Avellino vann

Ítalía: Avellino vann

23:33

{mosimage}
(Úr leik Avellino og Capo d´Orlando)

Leikmenn Air Avellino eru komnir í góða stöðu í einvígi sínu við Capo d'Orlando. Avellino vann í kvöld 86-96 á útivelli í úrslitakeppni ítölsku úrvalsdeildarinnar og leiða því einvígið 2-0.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta juku gestirnir muninn og leiddu með 12 stigum í hálfleik 43-55. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi en að lokum höfðu Avellino menn sigur og eru komnir í 2-0 í einvígi sínu við Capo d'Orlando.

Stigahæstur hjá Avellino var Devin Smith með 29 stig og Marques Green var með 27.

Hjá Capo d'Orlando skoraði Romel Beck 23 stig og félagar hans Charles Judson Wallace og Gianmarco Pozzecco skoruðu 15 stig.

Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Avellino og næsti leikur fer fram á þeirra heimavelli.

[email protected]

Mynd: www.scandonebasket.it

Fréttir
- Auglýsing -