spot_img
HomeFréttirÍsrael of stór biti fyrir Ísland

Ísrael of stór biti fyrir Ísland

Undir 18 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Oradea í Rúmeníu. Í dag tapaði liðið sínum þriðja leik á mótinu fyrir Ísrael, 53-97.

Íslenska liðið var ekki langt á eftir Ísrael í fyrri hálfleik en þriðji leikhlutinn gerði útum leikinn en Ísrael vann þann leikhluta 31-8. Þar með var leikurinn úti en lokastaðan 53-97.

Niðurstaðan þriðja tapið í fyrstu þremur leikjunum en Ísrael einfaldlega númeri of stórt fyrir íslenska liðið. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn kl 12:30 gegn Noregi en Ísland vann öruggan sigur á þeim á norðurlandamótinu fyrr í sumar.

Friðrik Anton Jónsson var atkvæðamestur hjá Íslandi með 11 stig og 5 fráköst. Þorvaldur Árnason var einnig með 11 stig.

Tölfræði leiksins

Hérna er upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -