spot_img
HomeFréttirIsrael Martin valinn þjálfari ársins í heimabæ sínum

Israel Martin valinn þjálfari ársins í heimabæ sínum

Israel Martin þjálfari Tindastóls var í gær valinn þjálfari ársins í heimabæ sínum Acentejo á Spáni. Hann greindi frá þessu í gær á facebook síðu sinni. Hann hefur þjálfað Tindastól nú í fimm leiki og er ósigraður með liðinu. 

 

Martin kemur frá bænum Acentejo sem er í Tenerife fylki á Spánni. Bærinn er smábær á spænskan kvarða en þar búa um 10.000 manns. Veitt voru verðlaun um helgina af bænum til þeirra sem höfðu skarað fram úr í íþróttum í bænum og hlaut Martin verðskuldað fyrir árangur sinn sem þjálfari. 

 

Israel Martin var í byrjun árs þjálfari danska stórveldisins Bakken Bears. Liðið tapaði úrslitaeinvíginu gegn Horsens IC en þrátt fyrir það var Martin valinn þjálfari ársins í Danmörku. Birnirnir frá Århus gera hinsvegar gríðarlegar kröfur til þjálfara félagsins og var þetta ekki nóg og var Martin því látinn fara í sumar. 

 

Hann tók við aðstoðarþjálfara stöðunni hjá Tindastól með José Costa sem aðalþjálfara. Um miðjan nóvember ákvað Costa svo að stíga til hliðar og Martin tók við. Síðan þá hefur liðinu gengið frábærlega og situr í öðru sæti, með jafn mörg stig og KR sem er á toppnum. Auk þessa var Martin ráðinn aðstoðarþjálfari danska landsliðsins í sumar. 

 

Facebook stöðu Martins og skemmtilegt myndband sem var búið til honum til heiðurs má sjá hér að neðan:

 

Fréttir
- Auglýsing -