Ísrael vann nú fyrir stundu Ítalíu í leik liðanna í 16 liða úrslitum A-deildar evrópumóts U20 landsliða sem fram fer þessa dagana í Grikklandi. Það þýðir að Ísland mætir Ísrael í átta liða úrslitum mótsins á morgun.
Ísrael vann C-riðil mótsins nokkðu örugglega en liðið hefur vaxið gríðarlega og hefur Tamir Blatt leikstjórnandi liðsins verið einn af bestu leikmönnum mótsins. Liðið átti í fullu fangi með Ítalíu í dag en hafði sigur að lokum.
Ísland mætti Ísrael á æfingamóti í Laugardal fyrir nærri mánuði síðan. Þá hafði Ísrael betur í spennuleik en bæði lið hafa bætt sinn leik mjög síðan þá. Nánar um þann leik má lesa hér.
Leikurinn fer fram kl 11:30 á morgun (fimmtudag) og verður í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA.
To Ισρα?λ ?φησε εκτ?ς προημιτελικ?ν την @Italbasket με το τελικ? 79-71 #FIBAU20Europe @fiba pic.twitter.com/qRY02VDipZ
— Hellenic Basketball (@HellenicBF) July 19, 2017