spot_img
HomeFréttirIsom og Martin dýrmætust

Isom og Martin dýrmætust

12:00
{mosimage}

 

(Cedric Isom) 

 

Þórsarinn Cedric Isom og KR-ingurinn Monique Martin voru þeir leikmenn í Iceland Express deildum karla og kvenna sem voru mest hæsta framlagið í nóvembermánuði en til þess að ná inn á listann þurfa leikmenn að lágmarki að hafa tekið þátt í þremur leikjum. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag, www.visir.is

 

Þau Brenton Birmingham í Njarðvík, Hlynur Bæringsson í Snæfelli og Margrét Kara Sturludóttir úr Keflavík voru efst af íslensku leikmönnum deildanna.

 

Cedric Isom var með 30 stig að meðatali í fjórum leikjum Þórsara í nóvembermánuði auk þess að gefa 6,5 stoðsendingar og taka 5,0 fráköst í leik. Isom hitti úr tæplega 59 prósentum skota sinna og þar af setti hann niður 5 af 10 þriggja stiga skotum sínum.

 

Isom var aðeins hærri en Darrel Flake hjá Skallagrími sem var hæstur leikmanna í október. Flake var með 21,5 stig og 13,5 fráköst að meðaltali í nóvember.

 

Njarðvíkingurinn Brenton Birmingham og Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson voru hæstir af íslensku leikmönnum Iceland Express deildanna en báðir voru þeir með 20,8 framlagsstig í leikjum sinna liða. Brenton var með 19,5 stig, 5,3 fráköst og 4,5 stoðsendingar í leik en Hlynur var með 11,3 stig, 14,4 fráköst og yfir 56 prósenta skotnýtingu.

 

{mosimage}

(Monique Martin)

 

Þeir tveir eru einu íslensku leikmennirnir meðal tólf efstu á listanum. KR-ingurinn Monique Martin hefur verið illviðráðanleg í leikjum KR-liðsins í Iceland Express-deildinni í vetur og hún var með hæsta framlag allra í deildinni í nóvember.

 

Martin varð með 36,5 stig og 19,3 fráköst að meðaltali í leik og hjálpaði KR-liðinu til þess að vinna þrjá af fjórum leikjum sínum í mánuðinum. Martin stal auk þess 3 boltum, gaf 2,5 stoðsendingar og varði eitt og hálft skot í leik.

 

Næst á eftir var Tiffany Roberson hjá Grindavík en þessar tvær voru í nokkrum sérflokki. Roberson var með 24,2 stig, 18 fráköst, 3,4 stoðsendingar og 3 stolna bolta að meðaltali í leik.

 

Keflvíkingurinn Margrét Kara Sturludóttir var efst af íslensku leikmönnum deildarinnar, aðeins á undan Valsskonunni Signýju Hermannsdóttur. Margrét Kara var með 15,2 stig, 11,6 fráköst, 4 stoðsendingar og 3,2 stolna bolta að meðaltali í fimm sigurleikjum Keflavíkur, en Signý var með 11,5 stig, 10 fráköst, 4,6 varin skot og 4 stoðsendingar að meðaltali í 5 leikjum Valsliðsins.

    

 

Hæsta framlag leikmanna í nóvember:

 

Iceland Express-deild karla

1. Cedric Isom, Þór Ak. 30,8

2. Darrell Flake, Skallagrími 29,0

3. George Byrd, Hamar 25,25

4. Donald Brown, Tindastól 25,2

5. Joshua Helm, KR 25,0

6. Justin Shouse, Snæfell 24,0

7. Bobby Walker, Keflavík 23,6

8. Maurice Ingram, Stjörnunni 22,0

9. Brenton Birmingham, Njarðv. 20,8

9. Hlynur Bæringsson , Snæfelli 20,8

11. Allan Fall, Skallagrími 20,5

12. Samir Shaptahovic , Tindast. 20,2

 

Iceland Express-deild kvenna:

1. Monique Martin, KR 34,8

2. Tiffany Roberson , Grindavík 32,2

3. LaKiste Barkus, Hamar 23,5

4. Margrét Kara Sturlud., Keflavík 21,0

5. Signý Hermannsdóttir , Val 20,6

6. Slavica Dimovska, Fjölni 18,8

7. Gréta María Grétarsd., Fjölni 18,75

8. Kiera Hardy, Haukum 18,6

9. Sigrún Ámundadóttir, KR 16,2

10. Unnur Tara Jónsd., Haukum 16,0

10. Joanna Skiba, Grindavík 16,0

10. Ólöf Helga Pálsd., Grindavík 16,0

 

Leikmenn þurfa að hafa spilað 3 leiki

 

Fréttablaðið í dag – www.visir.is

Höfundur: Óskar Ófeigur Jónsson

Myndir: www.thorsport.is og www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -