spot_img
HomeFréttirÍsmaðurinn og Boras hefja leik gegn toppliðinu í dag

Ísmaðurinn og Boras hefja leik gegn toppliðinu í dag

Úrslitakeppnin í Svíþjóð er í fullum gangi. Hlynur Bæringsson og drekarnir frá Sundsvall eru komnir í sumarfrí eftir að hafa dottið út 3-1 gegn Norrköping Dolphins. Ísmaðurinn, eins og hann er jafnan kallaður í ríki Svía, Jakob Örn Sigurðarson er spriklandi og heldur af stað inn í undanúrslit í kvöld með Boras sem mætir Södertalje Kings í undanúrslitum en Södertalje er deildarmeistari sænsku úrvalsdeildarinnar og fór örugglega 3-0 í gegnum Malbas í 8-liða úrslitum.

Jakob og félagar verða því á útivelli í kvöld í þessum fyrsta leik en Boras ættu ekki að örvænta því þeir eru með einn mesta „closer“ deildarinnar í sínum röðum í Jakobi. Grein um málið birtist á miðlinum nsd.se þar sem Jakob er settur númer eitt á lista yfir þá leikmenn deildarinnar sem þú vilt að fái boltann þegar staðan er 82-82 og lokasekúndur leiksins í gangi. 

 

Á móðurmálinu var þetta svona:

 

1. Jakob Sigurdarson, Borås Basket. Det här är en av svensk baskets största vinnare någonsin. Sigurdarson kan vara USEL en hel match – men ändå sätta det avgörande skottet. Det är exakt det som definierar clutch. Otroligt bra på att skapa sitt eget skott dessutom vilket underlättar.

 

Í þýðingu Karfan.is er þetta svona:

 

1. Jakob Sigurðarson, Boras Basket. Er einn af mestu sigurvegurum sænska körfuboltans. Sigurðarson getur verið í hýði sínu heilan leik en kemur svo með sigurskotið. Það er nákvæmlega þetta sem skilgreinir pressuleikmann. Ótrúlega góður í að skapa sitt eigið skot sem gerir hlutina auðveldari.

 

(Atvinnuþýðendur eru beðnir velvirðingar)

 

Í þýðingu Google Translate er þetta svona 

 

1. Jakob Sigurður Gunnarson, Borås Basket. Þetta er einn af sænsku körfum stærsta sigurvegari alltaf. Sigurður Arson getur verið ömurlegur fullur passa – en samt setja afgerandi skot. Það er einmitt það sem skilgreinir kúplingu. Ótrúlega góður í að búa til eigin skot hans auki auðvelda.

(Þá stöndum við frammi fyrir einu og það er almennileg íslensk þýðing á orðinu „Clutch-leikmaður“ – ábendingar vel þegnar á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -