spot_img
HomeFréttirÍslenskur spennusigur gegn Eistlandi

Íslenskur spennusigur gegn Eistlandi

Ísland vann góðan sigur á Eistlandi í U18 flokki stúlkna á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fram fer í Finnlandi þessa dagana. Leikurinn var jafn og spennandi en Ísland tryggði sér sigur í lokin.

 

Gangur leiksins:

 

Íslenska liðið tók við bílstjórasætinu strax í upphafi leiks og gaf það ekki frá sér í fyrri hálfleik. Liðinu tókst ekki að slíta lið Eistlands frá sér of var munurinn alltaf undir tíu stigum. Staðan í hálfleik 35-31.

 

Eistland komst yfir í fyrsta sinn í þriðja leikhluta en lítill munur var á liðunum framan af seinni hálfleik. Þristaregn Önnu Ingunnar í fjórða leikhluta varð þó til þess að Ísland náði tólf stiga forystu þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Eistland tókst að jafna þegar lítið var eftir en Ísland steig upp og kláraði leikinn 82-79.

 

 

Tölfræðin lýgur ekki:

 

Íslenska liðið hitti betur í leiknum, var með 41% nýtingu gegn 40% hjá Eistum. Íslenska liðið setti þó tólf þriggja stiga körfur og skaut mun fleiri skotum. Í öðrum tölfræði þáttum er lítill munur enda mikil spenna í leiknum.

 

Hetjan:

 

Anna Ingunn Svansdóttir átti ótrúlegan skot leik í dag. Hún setti fimm þriggja stiga körfur í átta tilraunum og var stigahæst með 21. stig.

 

Myndasafn

 

Tölfræði leiksins

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -