spot_img
HomeFréttirÍslensku stúlkurnar komnar í undanúrslit í Mónakó

Íslensku stúlkurnar komnar í undanúrslit í Mónakó

17:56

{mosimage}

Bergdís Ragnarsdóttir reif niður 12 fráköst í dag 

U16 ára lið kvenna vann í dag góðan sigur á Albönum í seinni leik liðsins í riðlakeppni C deild Evrópukeppni U16 kvenna. Leikar fóru 71-49 og var sigur þeirra íslensku aldrei í hættu. Guðbjörg Sverrisdóttir var stigahæst með 20 stig og Sara Magnúsdóttir skoraði 11, Bergdís Ragnarsdóttir tók 12 fráköst.

Þar með vann liðið riðilinn sinn og spilar næst á föstudag gegn sigurvegaranum úr leik Gíbralta og Mónakó eða Skotlands. Sigri íslenska liðið þann leik mun það leika til úrslita í mótinu.

[email protected]

Mynd: www.karfan.is

 

Fréttir
- Auglýsing -