spot_img
HomeFréttirÍslensku stúlkurnar kjöldregnar í Kisakallio

Íslensku stúlkurnar kjöldregnar í Kisakallio

Undir 18 ára stúlknalið Íslands tapaði fyrir Danmörku með 60 stigum, 41-101. Leikurinn sá þriðji sem að liðið leikur á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi, en liðið hefur unnið einn og tapað tveimur.

Gangur leiks

Danmörk hóf leikinn mun betur en Ísland. Leiddu eftir fyrsta leikhluta með 12 stigum, 13-25. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo bara í og voru komnar 27 stigum yfir þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 21-48.

Seinni hálfleikurinn fór svo afleitlega af stað hjá Íslandi. Danmörk byrjaði á 0-14 áhlaupi á kafla þar sem Ísland skorar ekki eina einustu körfu í 7 mínútur. Þegar þriðji leikhlutinn endar er munur Danmörkur því orðinn enn meiri, 44 stig, 71-27.

Lokaleikhlutinn formsatriði fyrir gríðarlega sterkt lið Danmerkur, en þær sigruðu að lokum með 60 stigum, 41 gegn 101.

Hetjan

Ólöf Rún Óladóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag, skilaði 9 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á tæpum 27 mínútum spiluðum

Tölfræði leiks

Myndasafn

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -