spot_img
HomeFréttirÍslensku stelpurnar unnu

Íslensku stelpurnar unnu

00:14

{mosimage}
(Guðbjörg Sverrisdóttir spilaði vel í sigri Íslands)

Landslið Íslands 16 ára og yngri vann C-deildina í kvennaflokki en stelpurnar lögðu Albani að velli í úrslitaleik 74-41. Unnu þær íslensku þar með alla leikina og mun U-16 ára lið Íslands leika í B-deild næsta sumar.

Ína María Einarsdóttir var stigahæst íslensku stelpnanna með 16 stig og Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 15 stig og tók 16 fráköst ásamt því að stela 8 boltum.

Stelpurnar léku vel á mótinu og eru vel að sigrinum komnar.

Til hamingju.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -