spot_img
HomeFréttirÍslensku stelpurnar U-16 með alvöru iðnaðarsigur

Íslensku stelpurnar U-16 með alvöru iðnaðarsigur

Íslensku stelpurnar í U-16 sóttu frábærann sigur í dag gegn Eistum 80-70 eftir að hafa verið undir þar til í seinsta leikhluta. Íslenska liðið hefur nú unnið tvo af þremur leikjum sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio.

Fyrir leik

Íslensku stelpurnar voru fyrir leikinn búnar að vinna svía á fyrsta degi en töpuðu í gær á móti gestgjöfunum hérna í Finnlandi. Eistarnir eru í sömu stöðu en þeir töpuðu hinsvegar fyrir Svíþjóð í fyrsta leik en unnu dani í gær.

Leikurinn

Eistarnir byrja leikinn sterkari eftir um 3 mínútna leik er staðan 10-2 og Danielle tekur leikhlé. Stelpurnar eru að flýta sér aðeins of mikið og sumar ákvarðanir virðast ekki vera hugsaðar til enda. Bæði lið láta finna fyrir sér og það virðist hentar stelpunum vel að spila fast þær ná að saxa á forskot eistanna og staðan eftir fyrsta leikhluta er 25-21 fyrir eistum.

Annar leikhluti var frábær skemmtun, mikið jafnvægi var með liðunum en ennþá voru eistar með yfirhöndina en íslensku stelpurnar voru duglegar og gáfu ekkert eftir. Staðan í hálfleik 42-36 og greinilegt að þetta verður spennandi fram á lokasekúndur.

Seinni hálfleikur var í járnum. Það var heitt í höllinni og íslenska liðið vann þriðja leikhluta eftir frábæran 13-0 kafla. Staðan var jöfn 60-60 þegar seinasti leikhlutinn byrjaði. Íslenska liðið byrjar seinasta leikhlutann mikið betur og komast yfir í fyrsta skipti í leiknum, þær setja fyrstu 7 stigin en þá mæta eistnesku stelpurnar aftur til leiks. Baráttan innan vallar er frábær, dómararnir eru ekki búnir að vera góðir hérna í dag og þjálfarar beggja liða hafa alveg látið vita af því. Þótt ég skilji ekki eistnesku þá er ekki mikil gleði í líkamstjáningunni. Ísland kemst í 9 stiga forskot eftir 3 stig frá Kolbrúnu og eistneski þjálfarinn tekur leikhlé, það eru 3:32 eftir. Íslenska liðið gaf aldrei frá sér forustuna og sigldi heim frábærum 10 stiga sigri 80-70.

Kolbrún var með 31 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar, Jóhanna var með 12 stig, 3 fráköst og eina stoðsendingu og Ísold 12 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl

Bára Björk Óladóttir
Lilja Skarpaas Þórólfsdóttir

Næsti leikur

Á morgun eiga stelpurnar frídag en á Mánudaginn 3.Júlí spila þær við Danmörk klukkan 11:15, Danska liðið er með einn sigur og eitt tap en eiga leik seinna í dag gegn Finnum, þær unnu norðmenn sem er lang slakasta liðið á mótinu en töpuðu fyrir eistnesku stelpunum í gær.

Fréttir
- Auglýsing -