Norðurlandamót yngri landsliða hefst í dag í Solna í Svíþjóð en íslensku U16 og U18 ára liðin héldu út í morgun. U16 ára lið karla og kvenna ríða á vaðið að þessu sinni en allir leikir dagsins eru gegn Eistum.
Leikirnir hefjast báðir kl. 17 að staðartíma eða kl. 15 að íslenskum tíma. Hér verður m.a. hægt að nálgast beinar tölfræðilýsingar frá leikjum Norðurlandamótsins sem og auðvitað myndir, umfjöllun og fleira hér á Karfan.is
Leikir dagsins í Solna
15:00 – U16 kvk Ísland-Eistland
15:00 – U16 kk Ísland-Eistland
15:00 – U18 kvk Ísland-Eistland
17:00 U18 kk Ísland-Eistland
Mynd úr safni/ Solnahallen mun iða af lífi næstu daga.



