spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Íslenskir stuðningsmenn í sjötta sæti

Íslenskir stuðningsmenn í sjötta sæti

Íslenska landsliðið er á lokametrum í undirbúningi sínum fyrir lokamót EuroBasket sem rúllar af stað nú í lok mánaðar. Liðið heldur af landi brott komandi fimmtudag til Litháen, þar sem þeir munu mæta heimamönnum á föstudag, en þaðan mun liðið svo ferðast til Katowice í Póllandi þar sem lokamót EuroBasket mun fara fram.

Fyrr í dag birti vefmiðill FIBA niðurstöðu kosninga fjölmiðla fyrir mótið í hinum ýmsu flokkum. Einn af þeim var hvaða lið á eftir að eiga bestu aðdáendurnar sem ferðast með liðinu.

Í þeirri kosningu fulltrúa fjölmiðla er talið að íslenska liðið verði með sjöttu bestu aðdáendur mótsins. Í efsta sætinu er Litháen, Finnland í öðru, Serbía þriðja, Grikkland fjórða og Eistland því fimmta.

Bestu aðdáendur komandi lokamóts

SætiÞjóðHlutfall atkvæða
1Litháen21.5%
2Finnland14.6%
3Serbía13.8%
4Grikkland12.3%
5Eistland10.0%
6Ísland7.7%
7-8Lettland4.6%
 Slóvenía4.6%
9Bosnía3.1%
10Pólland2.3%

Hér fyrir neðan má sjá söng íslensku stuðningsmannanna þegar Ísland hóf leik á lokamóti EuroBasket 2017 í Helsinki

Fréttir
- Auglýsing -