spot_img
HomeFréttirÍslenskir sigrar í sænsku deildinni

Íslenskir sigrar í sænsku deildinni

 Óhætt að segja að í kvöld hafi það verið nokkuð lukkulegt að hafa íslending innanborð í sínu liði í sænsku úrvalsdeildinni.  Allir okkar íslendingar sem spila í deildinni fögnuðu sigri í kvöld.  Í Stokkhólmi sigruðu Solna Vikings lið Örebro, 101:88 þar sem Sigurður Þorsteinsson var stigahæstur þeirra Solna manna með 21 stig og hrifsaði til sín 5 fráköst. 
 
Drekarnir frá Sundsvall heimsóttu lið UMEA Basket og sigruðu nokkuð auðveldlega 89:61. Allir íslensku leikmennirnir í Sundsvall komust á blað að þessu sinni, Hlynur með 7 stig og 6 fráköst, Ragnar Nat með 5 stig og jafnmörg fráköst, Ægir Steinarsson setti sín 5 stig og loks Jakob Sigurðarson með 17 stig.
 
Loks voru það Haukur Helgi Pálsson og fyrrum landsliðsþjálfari íslands, Peter Öqvist sem fögnuðu sigri með LF Basket gegn liði Jamtland, 89:83.  Haukur með prýðis frammistöðu, 16 stig og 6 fráköst á þeim 32 mínútum sem hann lék.  
Fréttir
- Auglýsing -