spot_img
HomeFréttirÍslenskir sigrar í sænsku deildinni

Íslenskir sigrar í sænsku deildinni

Strákarnir okkar í Svíþjóð sigruðu sína fyrstu leiki í sænsku deildinni í dag. LF Basket sigraði UMEÅ BSKT örugglega 92-63 og Sundsvall Dragons sigruðu Jämtland Basket í jöfnum leik 68-75.
 
 
Haukur Helgi setti 11 stig fyrir LF Basket gegn UMEÅ BSKT og bætti við 7 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Haukur setti einnig 3/4 fyrir utan þriggja stiga línuna.
 
Hlynur Bæringsson setti 10 stig á Jämtland og bætti við 14 fráköst, þar af 7 sóknarfráköstum. Ægir Þór var með 12 stig og 4 stoðsendingar auk 3 stolinna bolta.  Jakob Sigurðarson leiddi svo alla leikmenn liðsins með 18 stig og hitti 8/14 í skotum. Athygli vakti að okkar maður Nat-vélin spilaði ekki eina mínútu, sem skýrir mögulega hvers vegna Drekunum tókst ekki að loka leiknum fyrr en fór að líða á fjórða hluta.  Treystum því að hann fái að spila í næsta leik.
 
Fréttir
- Auglýsing -