spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÍslenskir dómarar og eftirlitsmenn á ferð og flugi

Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn á ferð og flugi

Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn eru á ferð og flugi um Evrópu þessa vikuna í störfum sínum fyrir FIBA.

Jón Bender er einn eftirlitsmanna FIBA og var hann í Copper Box Arena í London á þriðjudag til þess að stýra leik London Lions Group Limited gegn Mithra Castors Braine frá Belgíu í EuroCup Women. Í gærkvöldi var Davíð Tómas Tómasson dómari í Póllandi til þess að dæma leik Anwil Wloclawek gegn ABC CSU Sibiu frá Rúmeníu í FIBA Europe Cup karla. Þá var Rúnar Birgir Gíslason eftirlitsmaður FIBA með leik Norrköping Dolphins gegn Bakken Bears Aarhus í FIBA Europe Cup karla. Jón Bender var nýverið eftirlitsmaður á fyrri leik liðana sem fram fór í Danmörku og þar hafði sænska liðið betur.

Fréttir
- Auglýsing -