spot_img
HomeFréttirÍslenski hópurinn fyrir lokaleiki undankeppni HM 2023 - Hlynur tekur fram landsliðsskóna

Íslenski hópurinn fyrir lokaleiki undankeppni HM 2023 – Hlynur tekur fram landsliðsskóna

Íslenska karlalandsliðið klárar undankeppni HM 2023 nú í lok mánaðar með tveimur leikjum. Fyrri leikurinn er heimaleikur gegn Spáni þann 23. febrúar, en lokaleikur riðlakeppninnar er svo leikur gegn Georgíu ytra. Miðasala gengur vel á leikinn gegn Spáni í Stubb appinu og eru áhorfendur hvattir til að tryggja sér miða tímanlega því það stefnir í að verða uppselt á leikinn.

https://www.karfan.is/2023/02/hvad-tharf-island-ad-gera-til-thess-ad-tryggja-sig-a-lokamot-hm-2023/

Liðið ferðast út á föstudeginum eftir leikinn gegn Spáni en seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 26. febrúar gegn Georgíu og verður hann leikinn í höfuðborginni Tbilisi og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma (20:00 í Georgíu) og verður í beinni útsendingu á RÚV2. 

Craig Pedersen landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið 15 manna æfingahóp fyrir leikina framundan.

Áhugavert er að sjá að fyrrum fyrirliði liðsins Hlynur Bæringsson er á nýjan leik kominn í hóp Íslands. Hlynur lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir um 19 ára, 129 leikja feril fyrir Ísland þar sem liðið fór meðal annars í tvígang á lokamót EuroBasket. Samkvæmt fréttatilkynningu mun það hafa verið að ósk þjálfara liðsins Craig Pedersen sem Hlynur tekur skóna fram á nýjan leik.

Íslenski hópurinn:

Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (63)

Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (73)

Hilmar Smári Henningsson · Haukar (4)

Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (23)

Hlynur Bæringsson · Stjarnan (129)

Kári Jónsson · Valur (30)

Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi (15) 

Kristófer Acox · Valur (50)

Ólafur Ólafsson · Grindavík (52)

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57)

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (26)

Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (7)

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (56)

Þórir G. Þorbjarnarson · Ovideo, Spáni (9)

Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (78)

Meiddir: Martin Hermannsson, Valencia á Spáni, og Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, eru báðir meiddir að þessu sinni og ekki leikfærir.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -