spot_img
HomeFréttirÍslenska treyjan verður ófáanleg í Helsinki

Íslenska treyjan verður ófáanleg í Helsinki

Mikill fjöldi Íslendinga undirbýr sig nú fyrir ferðalag þar sem þeir munu fylgja íslenska liðinu á Evrópumótið í annað skipti í röð. Íslensku stuðningsmennirnir vöktu mikla athygli á síðasta móti en þá kvöttu leikmenn liðsins stuðningsmenn til að vera í treyjum liðsins og mála Berlín bláa. 

 

Íslenska landsliðið mun leika í nýrri treyju frá Errea á Eurobasket 2017. Nýji búningurinn er nokkuð frábrugðinn búningnum sem liðið lék í á síðasta evrópumóti. Þar sem að nú er nafn landsins sett fram á frummálinu, Ísland, en ekki eins og það var á ensku. Einnig hefur íslenska fánanum verið bætt við á búninginn.

 

Samkvæmt forsvarsmönnun Errea hefur sala á íslensku körfuboltatreyjunum gengið framar vonum. Mikill áhugi sé á treyjunni sjálfri auk stuðningsmannatreyjunnar sem gerð var sérstaklega fyrir mótið. Staðan sé þó þannig að ekkert útlit sé fyrir að treyjan muni fást fyrir stuðningsmenn úti í Helsinki. Það þýðir að stuðningsmenn sem eru á leið til Helsinki fyrir mótið þurfa að hafa hraðar hendur í vikunni. 

 

Treyjan er komin í verslun Errea í Bæjarlind 14-16 í fullorðins og barnastærðum. Opið er í Sportbúðinni frá 10-16  Framboðið af treyjum er gott núna en stuðningsmenn munu án efa fjölmenna í Errea fyrir brottför í vikunni. Treyjan verður fáanleg í verslun og netverslun Errea, Jóa Útherja og að sjálfsögðu í Skagfirðingabúð.

 

Nánar um treyjuna og hvar hana má finna.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -