spot_img
HomeFréttirÍslenska liðið metið langt fyrir neðan Ítalíu, en fyrir ofan Bretland

Íslenska liðið metið langt fyrir neðan Ítalíu, en fyrir ofan Bretland

Íslenska landsliðið mun á fimmtudag hefja leik í undankeppni HM27 með leik gegn Ítalíu í Trentino.

Ásamt Ítalíu og Íslandi eru í riðlinumBretlands og Litháen, en seinni leikur þessa fyrsta glugga keppninnar er komandi sunnudag gegn Bretlandi.

Hérna er heimasíða mótsins

Á vefsíðu keppninnar hefur FIBA sett saman kraftröðun fyrir þessa fyrstu leiki undankeppninnar, en hún mun svo uppfærast fyrir næsta glugga keppninnar sem er eftir áramótin.

Í efsta sætinu fyrir þennan fyrsta glugga keppninnar eru Evrópu- og heimsmeistarar Þýskalands. Á hæla þeirra fylgir Tyrkland í öðru sætinu, Grikkland í því þriðja og Serbía er talin fjórða sterkasta þjóðin fyrir fyrsta gluggann.

Af þeim liðum sem Ísland er með í riðil er Litháen lang efst í 6. sætinu. Þar á eftir kemur Ítalía í 12. sæti listans. Öllu neðar er Ísland í 24. sæti listans og Bretland í 28. sætinu.

Hérna er hægt að skoða kraftröðun FIBA

Fréttir
- Auglýsing -