spot_img
HomeFréttirÍslenska liðið mætt til æfinga í Georgíu - Einn stærsti leikur liðsins...

Íslenska liðið mætt til æfinga í Georgíu – Einn stærsti leikur liðsins frá upphafi á dagskrá á morgun

Íslenska karlalandsliðið er mætt til Georgíu þar sem það mun mæta heimamönnum á morgun kl. 16:00 að íslenskum tíma í úrslitaleik um hvort liðið fer á lokamót HM 2023. Ferðalag Íslands var nokkuð langt í leikinn, þar sem liðið þurfti meðal annars að doka við í Frakklandi í nokkrar klukkustundir áður en hægt var að klára ferðina til Georgíu.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Líkt og tekið var fram er leikurinn eiginlegur úrslitaleikur fyrir bæði lið upp á þennan síðasta farmiða L riðils, þar sem bæði Spánn og Ítalía höfðu áður tryggt sér þátttökurétt. Einn hængur er þó á fyrir Ísland í leiknum, þar sem þeir þurfa að vinna leikinn með fjórum eða fleiri stigum þar sem þeir töpuðu heimaleiknum gegn Georgíu í nóvember síðastliðnum 85-88.

Í dag náði liðið svo sinni fyrstu æfingu í höllinni, en hún rúmar 10.000 manns í sæti og hefur verið uppselt í nokkurn tíma á leikinn, svo gera má ráð fyrir alvöru stemningu á honum. Hér fyrir neðan er hlekkur með myndaalbúmi frá fyrstu æfingu Íslands í leikhöllinni, en viðtöl frá æfingunni munu koma inn á Körfuna innan skamms.

Myndasafn frá æfingu Íslands í Tíblisi

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -