spot_img
HomeFréttirÍslenska liðið fékk skell

Íslenska liðið fékk skell

16:13
{mosimage}

(Helena var stigahæst hjá landsliðinu í dag) 

Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik lék í dag sinn fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem fram fer í Gentofte í Danmörku og mátti þar sætta sig við nokkurn skell gegn Svíþjóð. Lokatölur leiksins voru 47-81 Svíum í vil en Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag með 17 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst.  

Næstar Helenu í stigaskorinu voru þær Hildur Sigurðardóttir og Signý Hermannsdóttir báðar með 6 stig en Signý tók auk þess 4 fráköst í leiknum. Skotnýting íslenska liðsins var ekki sú besta en liðið brenndi t.d. af öllum 8 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og hittu aðeins samanlagt úr 1 af 13 þriggja stiga skotum í leiknum. Louise Halvorsson var stigahæst í sænska liðinu í dag með 16 stig. Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Norðmönnum kl. 16.45 að íslenskum tíma. 

Tölfræði leiksins 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -