Íslenska landsliðið á leið til Rúmeníu

Íslenska kvennalandsliðið lagði dag af stað til Constanta í Rúmeníu þar sem liðið mun mæta heimakonum komandi fimmtudag 9. nóvember í fyrsta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Dregið var í riðla fyrr í haust, en ásamt Rúmeníu var Ísland í riðil þar með Tyrklandi og Slóvakíu. Leikur fimmtudagsins er fyrri leikur liðsins í þessum nóvemberglugga, en á sunnudag mun liðið mæta Tyrklandi heima í Ólafssal í seinni leiknum. Báðir verða leikirnir í beinni útsendingu á RÚV.

Hér má sjá leikmannahóp Íslands fyrir leikina tvo

Leikdagar í þessum glugga: 

Gluggi 1 · Nóvember 2023

9. nóv. úti: Rúmenía – Ísland kl. 16:00 að íslenskum tíma (Constanta, Rúmeníu)

12. nóv. heima: Ísland-Tyrkland · kl. 18:30, Ólafssal

Næst verður leikið í nóvember 2024 í keppninni.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil