spot_img
HomeFréttirÍslendingaslagur í undanúrslitum

Íslendingaslagur í undanúrslitum

Í gærkvöldi varð ljóst að það verða Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins sem mætast munu í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Bæði lið unnu einvígi sín 3-1. Sundsvall lagði 08 Stockholm HR og Norrköping sló út Boaras.
 
Pavel og félagar héldu á útivöll í gærkvöldi og lögðu Boras 63-74 og unnu einvígið 3-1. Pavel skoraði 2 stig í leiknum, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar en stigahæstur í sigurliði Norrköping var Christian Maraker með 22 stig og 8 fráköst.
 
Undanúrslitaeinvígi Sundsvall og Norrköping hefst þann 2. apríl næstkomandi þar sem Sundsvall, deildarmeistararnir, hefja leik á heimavelli.
  
Fréttir
- Auglýsing -