spot_img
HomeFréttirÍslendingaslagur í ríki Margrétar Þórhildar

Íslendingaslagur í ríki Margrétar Þórhildar

Það var boðið uppá háspennu leik í Forum í dag þegar að dönsku meistararnir í Bakken Bears með Guðna Valentínusson innan borðs mættu Horsens IC með Sigurði Þ. Einarssyni. Fyrri leik liðana í 8. Liða úrslitum lauk með sigri Bakken og því nægði þeim sigur í dag til að komast í undanúrslit en Horsens varð nauðsynlega að vinna til að knýja fram oddaleik.
Brian Johnson opnaði leikinn með góðu sniðskoti úr teignum en Brian átti eftir að eiga stórkostlegan leik í dag. Liðin voru jöfn að framan af í fyrsta leikhluta en Horsens náði 7 stiga forskoti þegar líða tók á leikhlutann þar sem Brian Johnson var komið með 18 stig eftir fyrsta leikhluta.
 
Annar leikhluti var jafn og spennandi allan tíman en Horsens var alltaf skrefinu á undan það var ekki fyrr en í upphafi annars hálfleiks virtust leikmenn Horsens ætla að kasta leiknum frá sér og hver mistökin á eftir öðrum slæmar sendingar og drippl milli leikmanna var þeim dýrt og virtist sem að þeir ætluðu að missa Bakken í fluggírinn en þá kom Christian Lindberg með trölla troðslu og tróð yfir hálft lið Bakken og nær að kveikja aftur í liði Horsens og ná forystunni uppí 8 stig í lok leikhlutans.
Síðasti fjórðungur var fjörugur og virtist sem að leikmenn Horesens ætluðu í sama pakka og í byrjun 3. leikhluta og náðu Bakken að minnka forskotið niður í 2 stig. Þegar að um 2 mín voru eftir að leiknum náðu leikmenn Horsens að hrista Bakken aðeins frá sér og komust í 6 stiga forystu 93-87 við gríðarlegan fögnuð heimamanna. En það má ekki stoppa á móti Bakken og Jakobsen setur niður þrist og minnkar muninn í 93-90 og allt í járnum. Ricky Claitt var síðan hetja heimamanna þegar að hann setur niður mikilvægasta skot leiksins og kemur þeim í 95-90 en 8 sekúndum seinna skorar Proctor hjá Bakken úr góðu Lay-upi og staðan 95-93 og 1 mínúta eftir, og Horsens með boltann. En ekki tókst heimamönnum að skora og heldur ekki Bakken því þeir köstu knettinum beint útaf og um 3 sekúndur eftir og Horsens tekur leikhlé og útúr því fengu þeir boltann og héldu út þessar 3 sekúndur sem eftir lifðu leiks og gríðarlegur fögnuður í húsinu.
Með sigrinum tókst Horsens að knýja fram oddaleik á heimavelli Bakken næsta laugardag.
Atkvæðamestir í liði Horsens var Brian Johnsons með 37 stig og Ricky Claitt með 19 stig, Sigurður Þór Einarsson komst ekki á blað á þeim 17 mínútum sem hann lék í leiknum en hann tók 1 frákast og sendi tvær stoðsendingar.
Hja Bakken var Jakobsen stigahæstur með 31 stig og svo Procktor með 21 stig Guðni Valentínusson lék í 6 mín og var með 2 stig og 2 fráköst.
Fréttir
- Auglýsing -