spot_img
HomeFréttirÍslendingaslagur í Evrópukeppninni

Íslendingaslagur í Evrópukeppninni

Þó íslensk lið taki ekki þátt í Evrópukeppni á komandi tímabili mun Ísland eiga sinn fulltrúa þar. Kvennalið SISU sem Hrannar Hólm þjálfar um taka þátt í Euro Cup keppninni. Dregið var í riðla í morgun og munu Hrannar og stúlkurnar hans fara til Rússlands, Frakklands og Belgíu.

 
SISU byrjar keppnina á heimaleik þann 3. nóvember við rússneska liðið Chevakata, riðlakeppninni lýkur svo 8. desember. Hin tvö liðin í riðlinum eru BBC Sint-Katelijne-Waver frá Belgíu og Arras frá Frakklandi.

Það er gaman að geta þess að einn af þjálfurum rússneska liðsins er Alexander Ermolinskij fyrrum leikmaður Skallagríms, ÍA og Grindavíkur. Þá lék Alexander nokkra leiki með íslenska landsliðinu, m.a. á Smáþjóðaleikunum á Íslandi.

[email protected]

Mynd: Hrannar Hólm

Fréttir
- Auglýsing -