spot_img
HomeFréttirÍslendingar leika með varaliði Bakken bears

Íslendingar leika með varaliði Bakken bears

8:00

{mosimage}

Elvar Traustason 

Enn fréttist af íslenskum körfuboltamönnum sem leggjast í víking og ætla að spila körfubolta í Danmörku í vetur. Þeir Guðni Valentínusson og Elvar Traustason munu leika með ABF í 1. deildinni.

ABF er nokkurs konar varalið Bakken bears þar sem ungir og efnilegir leikmenn stíga fyrstu skrefin og öðlast reynslu áður en þeir stíga í djúpu laugina hjá Bakken.

Þjálfari liðsins er Michael Niebling sem lék lengi sem atvinnumaður og var í landsliðið Dana.

Guðni kemur úr herbúðum Snæfells og Elvar úr herbúðum Hauka.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -