12:51
{mosimage}
Deteri Mayes hefur skorað mest fyrir Austurríki í haust
Íslenska karlalandsliðið leikur lokaleik sinn þetta haustið í kvöld þegar liðið sækir Austurríkismenn heim í Gussing og hefst leikurinn klukkan 20:20 að staðartíma sem er 18:20 að íslenskum tíma.
Leikurinn er mikilvægur fyrir Ísland sem lifir í voninni um að verða í öðru sæti í riðlinum á eftir Svartfellingum sem virðast vera yfirburðalið þar. Sigur gegn Austurríki setur liðið í þriðja sæti og þá enn möguleiki á að komast upp fyrir Hollendinga með sigri næsta haust. Austurríki hefur líkt og Ísland unnið einn leik í haust, unnu Dani í Danmörku.
Íslenska liðið er án Jakobs Arnar Sigurðarsonar og Fannars Ólafssonar sem eru báðir veikir.
Væntanlega verður hægt að fylgjast með leiknum í Live stat á heimasíðu FIBAEurope
Mynd: Christian Novak



