spot_img
HomeFréttirÍslendingar erlendis: Randers á skriði

Íslendingar erlendis: Randers á skriði

9:28

{mosimage}

Randers Cimbria (8-9) sem Helgi Freyr Margeirsson leikur með var á miklu skriði í síðustu viku í dönsku úrvalsdeildinni þegar þeir unnu tvo leiki, báða á heimavelli. Á fimmtudag tóku þeir á móti SISU og sigruðu 70-64 þar sem Helgi Freyr skoraði 1 stig og tók 4 fráköst á þeim 22 mínútum sem hann spilaði.

Á laugardag tóku þeir svo á móti Åbyhøj og sigruðu 92-70 og nú skoraði Helgi Freyr 3 stig á 17 mínútum.

Gijon (13-4) og Logi Gunnarsson töpuðu sínum öðrum leik í röð í spænsku LEB silfur deildinni um helgina þegar liðið heimsótti Extremadura Plasencia-Galco og beið lægri hlut 89-84. Logi var í byrjunarliði Gijon og lék í 28 mínútur og skoraði 12 stig og tók 4 fráköst.

Jakob  Örn Sigurðarson skoraði 11 stig fyrir Univer sem tapaði fyrir Planet Leasing DKC í ungversku deildinni. Nánar má lesa um leikinn á heimasíðu KR.

Lottomatica Roma (13-7) heimsótti fyrrum félaga Jón Arnórs Stefánssonar í Napoli um helgina og eftir framlengdan leik fóru Napoli menn með sigur, 95-89. Jón Arnór lék ekki með vegna meiðsla.

Huelva (10-7) sem Pavel Ermolinskij leikur með sigraði CB L‘Hospitalet á heimavelli í spænsku LEB gull deildinni, 92-83 í leik sem var jafn fram í lokaleikhlutann þegar heimamenn stungu af. Pavel lék í 20 mínútur og skoraði 4 stig og gaf 3 stoðsendingar.

Einir Guðlaugsson og félagar í Herlev (9-5) höfðu greinilega etið of mikið af jólasteikinni því þeir steinlágu fyrir Roskilde í fyrsta leik eftir jól sem fór fram nú um helgina í Herlevhöllinni. Roskilde sigraði 85-66 og er því enn í toppsæti dönsku 1. deildarinnar.

Brønshøj (5-9) sem Grétar Örn Guðmundsseon leikur með í dönsku 2. deildinni tók á móti Køge um helgina og sigraði örugglega 81-61. Grétar skoraði 22 stig og gaf 7 stoðsendingar.

Kevin Grandberg og lærisveinar hans í Glostrup (9-5) tóku á móti BMS í dönsku 2. deildinni og sigruðu 61-59.

Catawba sem Finnur Atli Magnússon leikur með lék 2 leiki í síðastliðinni viku og sigraði báða. Á miðvikudag sigruðu þeir Brevard 81-71 og skoraði Finnur 10 stig í leiknum og tók 4 fráköst. Nánar má lesa um leikinn á heimasíðu KR. Á laugardag heimsóttu þeir svo Mars Hill og sigruðu nú 82-77 og komst Finnur ekki á blað í stigaskorinu.

Ágúst Angantýsson sem leikur með Auburn skólanum komst ekki á blað þegar liðið tapaði fyrir Emmanule skólanum 47-62 á útivelli.

Cantabria (6-11) sigraði Melilla Baloncesto í spænsku LEB gull deildinni 69-67. Damon Johnson var í byrjunarliði Cantabria og skoraði 3 stig á þeim 21 mínútúm sem hann spilaði.

Darrel Lewis skoraði 13 stig fyrir Rimini (7-9) sem tapaði á útivelli gegn Prima Veroli í ítölsku A2 deildinni, 77-72.

Bayern Munchen (13-1) heldur sínu striki í 1. Reigonaligan í Þýskalandi því um helgina unnu þeir Dresden Titans 122-69 á útivelli. Mirko Virijevic skoraði 16 stig fyrir Bayern Munchen.

Kristín Rós Kjartanasdóttir og stöllur hennar í danska 1. deildar liðinu AUS (1-10) héldu til Lemvig um helgina þar sem þær steinlágu fyrir toppliðinu 83-46.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -