spot_img
HomeFréttirÍslendingar erlendis: Öruggur sigur Roma

Íslendingar erlendis: Öruggur sigur Roma

22:57

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson hafði hægt um sig í dag þegar lið hans Lottomatica Roma (9-3) lagði Upim Bologna 86-62 í ítölsku A deildinni í kvöld. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta stungu Romamenn af. Jón Arnór sem var í byrjunarliði Roma skoraði 7 stig á þeim 23 mínútum sem hann lék.

 

Herlev (8-3) sem Einir Guðlaugsson leikur með sigraði Lemvig á heimavelli í dag 83-80 í dönsku 1. deildinni og er þar með komið í annað sæti deildarinnar.

Darrel Lewis skoraði 13 stig fyrir Coopsette Rimini (5-5) sem tapaði á heimavelli 82-87 fyrir Carmatic Pistoia í dag í ítölsku A2 deildinni.

[email protected]

Mynd: www.napolibasket.com

 

Fréttir
- Auglýsing -