spot_img
HomeFréttirÍslendingar erlendis: Góður sigur hjá Loga

Íslendingar erlendis: Góður sigur hjá Loga

8:20

{mosimage}

Lið Gijon í leikhléi, Logi með blátt handklæði á öxlinni 

Logi Gunnarsson og félagar í Gijon (9-2) eru enn í toppbaráttunni í LEB silfur deildinni á Spáni. Í gær tóku þeir á móti WTC Cornella og sigruðu 82-62. Logi lék í rúmar 17 mínútur og skoraði 9 stig.

Það var æsispennandi leikur í dönsku úrvalsdeildinni á dögunum þegar Randers (4-7) var í heimsókn hjá Næstved. Þetta var fyrsti leikur Næstved undir stjórn Thomasar Foldbjerg fyrrum þjálfara Breiðabliks og eftir spennuleik tókst honum og hans mönnum að sigra 79-77. Helgi Freyr Margeirsson lék í tæpar 35 mínútur í leiknum og skoraði 5 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Thomas Soltau fyrrum leikmaður Keflavíkur var stigahæstur heimamanna með 22 stig.

Huelva (7-4) tók á móti Beirasar Rosalia í spænsku LEB gull deildinni og sigraði örugglega 81-66, höfðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Pavel Ermolinskij skoraði 2 stig í leiknum á þeim 12 mínútum sem hann spilaði.

Horsens BC (6-2) tapaði sínum öðrum leik í röð og það á heimavelli þegar þeir tóku á móti Haderslev í dönsku 3. deildinni. Leikar fóru 66-72.

Það hefur verið nóg að gera hjá Ágústi Angantýssyni og félögum í háskólaliði Auburn. Þeir hafa leikið 3 leiki og unnið alla. Fyrst mættu þeir University of Mobile á útivelli og eftir 2 framlengingar höfðu Auburnmenn sigur 90-88 og skoraði Ágúst 2 stig í leiknum. Næst lá leiðin á heimavöll þar sem var tekið á móti Berry College og vannst sá leikur nokkuð örugglega 69-51. Ágúst skoraði 4 stig og tók 7 fráköst.  Að lokum var Shorter College í heimsókn í gær og sigruðu Auburnmenn aftur örugglega, nú 72-56. Ágúst skoraði 2 stig.

Finnur Atli Magnússon og félagar í Catawba spiluðu tvo leiku um helgina á heimavelli sem báðir unnust. Á föstudag unnu þeir lið Chowman 84-67 og skoraði Finnur 3 stig. Í gær voru það svo lið JC Smith sem varð fyrir barðinu á þeim og urðu lokatölur 86-81. Finnur tók 4 fráköst á þeim 7 mínútum sem hann spilaði.

Damon Johnson var í byrjunarliði Alerta Cantabria (3-8) þegar liðið heimsótti Aguas de Valencia í spænsku LEB gull deildinni. Heimamenn sigruðu 84-73 og skoraði Damon 9 stig og tók 5 fráköst.

Brønshøj (4-7) steinlá á heimavelli fyrir SISU í dönsku 2. deildinni 64-85. Grétar Örn Guðmundsson skoraði 16 stig í leiknum.

Kevin Grandberg og lærisveinar í Glostrup (6-5) vann sinn anna sigur í röð í sömu deild þegar þeir unnu PIIBBK 65-58 á heimavelli.

Kristín Rós Kjartansdóttir í AUS (1-7) náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri um síðustu helgi í dönsku 1. deildinni og töpuðu í gær á heimavelli fyrir Aalborg BK 54-59.

Harlev heimsótti Lemvig 2 (2-4) í dönsku 2. deildinni og sigruðu örugglega 58-41. Gunnur Bjarnadóttir skoraði 9 stig en Guðbjörg Stefánsdóttir lék ekki með.

Mirko Virijevic og félagar í Bayern Munchen (9-1) halda sínu striki í þýsku Regionalligaen sudöst, í gær heimsóttu þeir TuS Jena og sigruðu 77-69. Mirko var stigahæstur sinna manna með 17 stig.

[email protected]

Mynd: www.gijonbaloncesto.com

Fréttir
- Auglýsing -