23:18
{mosimage}
Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik þegar Lottomatica Roma (8-3) sótti sigur á heimavöll Tisettanta Cantú í dag 78-67. Jafnt var eftir fyrsta leikhluta en Roma menn unnu annan leikhlutann 26-8. Jón Arnór var í byrjunarliði Roma og lék alls í 27 mínútur og skoraði 13 stig og tók 7 fráköst.
Gijon (8-2) tapaði sínum öðrum leik í vetur í dag þegar liðið heimsótti C.B. Illescas Urban CLM í spænsku LEB silfur deildinni, leikar fóru 77-76 þar sem Gijon vann síðasta leikhlutann 23-13. Logi lék aðeins í 4 mínútur í leiknum og tókst ekki að komast á blað.
Pavel Ermolinskij lék í tæpar 12 mínútur með Huelva (6-4) sem lá á útivelli gegn Alicante Costa Blanca 75-69. Pavel átti eitt skot í leiknum en hitti ekki.
Herlev (7-3) sem Einir Guðlaugsson leikur með heimsótti botnlið Jonstrup í dönsku 1. deildinni í dag og sigraði 82-63.
Kristín Rós Kjartansdóttir og stöllur í AUS (1-6) unnu sinn fyrsta leik í vetur þegar þær unnu Esbjerg 72-66 á útivelli í dag í dönsku 2. deildinni.
Bayern Munchen (8-1) sigraði TSV Tröster Breitengussbach 2 98-75 í þýsku regionalligan 1. suðaustur. Mirkio Virijevic var stigahæstur Munchenmanna með 31 stig.
Darrel Lewis og félagar í Coopsette Rimini (5-4) töpuðu á útivelli fyrir Fastweb Casale Monf. 75-70 eftir að hafa einungis skorað 8 stig í fyrsta leikhluta. Lewis var stigahæstur sinna manna með 18 stig auk þess sem hann tók 4 fráköst.
Mynd: www.napolibasket.com



