spot_img
HomeFréttirÍslendingar bensínlausir í seinni hálfleiknum

Íslendingar bensínlausir í seinni hálfleiknum

Undir 16 ára drengjalið Íslands tapaði fyrir Eistlandi, 56-77, á Norðurlandamótinu í Kisakallio. Leikurinn sá annar sem að liðið tapar á mótinu, en þeir hafa unnið tvisvar.

Gangur leiks

Leikur dagsins fór fjörlega af stað. Þar sem jafnt var á með liðunum eftir fyrsta leikhluta, Eistland þó þremur stigum yfir, 15-18. Undir lok fyrri hálfleiksins var leikurinn svo áfram jafn og spennandi, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 37-38 fyrir Eistlandi.

Ísland fór svo heldur illa af stað í seinni hálfleiknum, misstu Eistland 10 stigum á undan sér fyrir lokaleikhlutann, 49-59. Í honum stigu Eistarnir svo bara enn frekar á bensíngjöfina og sigruðu að lokum með 21 stigi, 56-77.

Hetjan

Orri Gunnarsson var atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum, skilaði 6 stigum, 13 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 vörðum skotum á 27 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -