spot_img
HomeFréttirÍslendingaliðin töpuðu

Íslendingaliðin töpuðu

Leikið var í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld og töpuðu Íslendingaliðin, Værløse lá heima gegn nýliðum Falcon 73-82 og Åbyhøj tapaði úti gegn Hørsholm 85-78.

 
Ólafur Sigurðsson skoraði 5 stig fyrir Åbyhøj og tók 3 fráköst á rúmum 27 mínútum en Guðni Valentínusson komst ekki á blað, lék aðeins í 8 mínútur.

Axel Kárason skoraði 10 stig fyrir Værløse og tók 11 fráköst á 32 mínútum.

Falcon er á toppnum í deildinni með 2 sigra í fyrstu 2 leikjunum en deildin er að síga af stað.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -