Í dag kl. 13.00 hefst fyrsta Íslandsmótið í skotleiknum Stinger en mótið fer fram í Seljaskóla í Reykjavík. Kyndingar hafa gengið manna í millum og búist við hörkukeppni í Seljaskóla í dag.
Allir geta tekið þátt fyrir litlar 500 kr. og mun hluti af ágóðanum renna til góðgerðarmála. Sigurvegarinn verður svo krýndur Íslandsmeistari í Stinger árið 2011 og fær einnig önnur góð verðlaun.
Ekki láta þig vanta í Seljaskóla í dag kl. 13.00!



