Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Luka Gasic og Julio de Assis fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla, Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Luka er 26 ára bakvörður sem kemur til Stjörnunnar frá Mladost MaxBet í Serbíu þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil.
Julio er 32 ára framherji sem kemur til Stjörnunnar frá BC Vienna í Austurríki, en hefur spilað hér á landi með Vestra, Breiðablik og síðast Grindavík.



