spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistararnir sterkari á lokasprettinum í N1 höllinni

Íslandsmeistararnir sterkari á lokasprettinum í N1 höllinni

Íslandsmeistarar Vals höfðu betur gegn nýliðum Þórs Akureyri í B hluta Subway deildar kvenna í kvöld.

Með sigrinum lyfti Valur sér uppfyrir Þór í efsta sæti B deildarinnar, en Valur er nú með 18 stig á meðan Þór er í 2. sætinu með 16 stig.

Þrátt fyrir að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur fyrir Val undir lokin var leikurinn frekar jafn lengst af. Aðeins stigi munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 23-22 og jafnt var í hálfleik, 38-38.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná heimakonur í Val svo aðeins að skilja sig frá gestunum og eru 7 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 63-56. Í honum gera þær svo vel að verjast áhlaupum Þórs, sem skapa sér tækifæri til að jafna leikinn um miðbygg hlutans, og sigra leikinn að lokum með 6 stigum, 90-84.

Atkvæðamest í liði Vals í kvöld var Brooklyn Pannell með 20 stig og 9 fráköst. Fyrir Þór var Madison Sutton atkvæðamest með 17 stig, 19 fráköst og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -