Haukar lögðu heimakonur í Hamar/Þór í Þorlákshöfn í kvöld í 14. umferð Bónus deildar kvenna, 85-88.
Haukakonur eftir leikinn í 5. sæti Bónus deildarinnar með 18 stig á meðan Hamar/Þór er í 10. sætinu með 2 stig.
Leikur kvöldsins var gífurlega jafn og spennandi á upphafsmínútunum og stóðu leikar jafnir að fyrsta leikhluta loknum, 25-25. Íslandsmeistarar Hauka ná þó ágætis tökum undir lok fyrri hálfleiksins og fara með þægilega átta stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 37-45.
Í þriðja fjórðungnum ná gestirnir úr Hafnarfirði að láta kné fylgja kviði. Fara með forskot sitt mest í 14 stig í leikhlutanum, en heimakonur gera vel að halda leiknum spennandi inn í lokaleikhlutann, 62-66.
Í fjórða leikhlutanum eru það svo heimakonur sem snúa taflinu sér í vil og leiða lengst af, en forskot þeirra er sjö stig þegar tæpar þrjár mínútur eru til leiksloka, 84-77. Frá þeim tímapunkti ná Íslandsmeistarar Hauka að læsa varnarlega og fá aðeins eitt stig á sig það sem eftir er. Fá stórar körfur frá Tinnu Guðrúnu, Krystal Jade Freeman og að lokum sigurkörfu frá Sigrúnu Björgu þegar um sex sekúndur eru til leiksloka, 85-88.
Stigahæstar fyrir Hauka í leiknum voru Krystal Jade Freeman með 25 stig og Amandine Toi með 17 stig.
Fyrir heimakonur var stigahæst Jadakiss Guinn með 32 stig og Ana Clara Paz bætti við 26 stigum.
Hamar/Þór: Jadakiss Nashi Guinn 32/10 fráköst/8 stoðsendingar, Ana Clara Paz 26/7 fráköst, Jovana Markovic 9/4 fráköst, Mariana Duran 6/8 fráköst/9 stoðsendingar, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 6, Bergdís Anna Magnúsdóttir 6, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 0, Dagrún Inga Jónsdóttir 0, Jara Björg Gilbertsdóttir 0, Andrea Ösp Gunnsteinsdóttir 0, Emilía Ýr Gunnsteinsdóttir 0, Guðrún Anna Magnúsdóttir 0.
Haukar: Krystal-Jade Freeman 25/9 fráköst, Amandine Justine Toi 17/8 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 13/4 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 11/6 fráköst/6 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 9, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Lovísa Björt Henningsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0, Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir 0.



