spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistararnir skriðu frammúr á lokamínútunum(Umfjöllun)

Íslandsmeistararnir skriðu frammúr á lokamínútunum(Umfjöllun)

01:49

{mosimage}

Íslandsmeistarar KR sóttu tvö mikilvæg stig í Grafarvoginn í kvöld þegar þeir heimsóttu Fjölnismenn. Það var svo sem eftir bókinni að KR hefði sigur í kvöld því KR er í toppbaráttu á meðan Fjölnir berst fyrir lífi sínu í deildinni. Það var hins vegar ekki að sjá á leik Fjölnismanna framan af að þeir væru mikið neðar í deildinni því þeir tóku afgerandi forystu í fyrsta leikhluta sem þeir heldu þó ekki nema rétt fram undir lok leikhlutans. Eftir það var leikurinn jafn og skemmtilegur en KR skreið frammúr í þriðja leikhluta og marði sigur, 85-94. Stigahæstir hjá KR voru Joshua Helm með 26 stig, Avi Fogel með 18 stig og Darri Hilmarsson með 14 stig. Hjá heimamönnum í Fjölni voru það Karlton Mims með 32 stig, Anthony Drejaj með 26 stig og Kristinn Jónasson með 8 stig.

Fjölnismenn komu skemmtilega á óvart í upphafi fyrsta leikhluta en þeir mættu mun sterkari til leiks. Fyrstu mínúturnar var jafnræði með liðunum en svo virtist sem Fjölnismenn færu í anna gír og skoruðu 16 stig gegn 6 stigum KR á 5 mínútna kafla.  Staðan var því orðin 20-11 þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Fjölnismenn tóku þá frekar skringilega ákvörðun þegar þeir skiptu yfir í svæðisvörn sem KR-ingarnir virtust fara mun auðveldara með að komast framhjá. Þeir gengu því á lagið og minnkuðu muninn niður í 1 stig, 21-20 á seinustu tveimur mínútum leikhlutans.

 

Annar leikhluti byrjaði mjög fjörlega og liðin skoruðu mikið. Staðan eftir 2 mínútur var 27-27 og liðin skiptust á að skora. KR komst svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum, 29-31. Þeir náðu þó ekki að halda forystunni lengi því Fjölnismenn gáfu ekkert eftir og náðu forystunni aftur á lokamínútunum með yfirveguðum sóknarleik. Það skilaði þeim 7 stiga forskoti í hálfleik, 49-42. Stigahæstir í hálfleik hjá Fjölni voru Karlton Mims með 16 stig, Anthony Drejaj með 11 stig og Kristinn Jónason með 8. Hjá KR voru það Joshua Helm með 14 stig, Jovan Zdravevski með 9 og Avi Fogel með 6 stig. 

{mosimage}

 

Þriðji leikhluti spilaðist mjög jafnt framan af og stefndi í spennandi lokamínútur.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður hafði Fjölnir þriggja stiga forskot, 61-58. Þegar leið á leikhlutan tóku KR-ingar sig á í vörninni og náðu að halda vel aftur af Fjölni sem lendi aftur og aftur í því að þurfa að skjóta neyðarskotum á körfuna því skotklukkan var að renna út. Þessi vandræðagangu á þeim virtist slá þá svolítið útaf laginu því KR náði forystunni og lét hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Þegar leikhlutinn var á enda hafði KR 6 stiga forskot 66-72, en þetta var mesta forysta KR í leiknum fram að þessu.

 

Fjölnismenn gáfust hins vegar ekki upp en þeir voru búnir að vinna upp forskot KR þegar leikhlutinn var hálfnaður og munaði aðeins einu stigi, 77-78. KR virtist þó hafa meira úthald því þegar leið á leikhlutan tóku þeir öll völd á vellinum og voru mun meira sannfærandi í sóknarleik sínum. Helgi Vilhjálmsson og Tryggvi Pálsson fengu báðir sína 5. villu með skömmu millibili sem var skarð fyrir skildi hjá Fjölnismönnum. Það virtist hins vegar ekki hafa mikil áhrif þegar Joshua Helm fékk sína fimmtu villu en þar voru einfaldlega fleiri tilbúnir að stíga upp og taka af skarið.  KR-ingar enda því jólahátíðina á sigri í Grafarvoginum, 85-94. 

{mosimage}

Hjá KR var Joshua Helm mjög sterkur undir körfunni en segja má þó að Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis hafi gert honum gott með því að spila Terrance Herbert nokkuð mikið sem fann sig engan vegin í leiknum og réð lítið við hraðan leik KR-inga. Hjá Fjölni var Karlton Mims allt í öllu í sóknarleik liðsins og virtist sóknarleikurinn á tímum alveg detta niður dauður ef hann fór af velli. Níels Dungal og Kristinn Jónason fundu sig hvorugir í sóknarleik liðsinns en Kristinn skilaði varnarhlutverki sínu vel og var sjáanlegur munur á þegar Kristinn var inná í stað Terrance Herbert.

Texti: Gísli Ólafsson

Myndir: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -