spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaÍslandsmeistararnir semja við tvo leikmenn

Íslandsmeistararnir semja við tvo leikmenn

Íslandsmeistarar Vals gengu í dag frá samningum við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna, en þær eru fransk-kongóski leikstjórnandinn Mélissa Diawakana og bandaríski bakvörðurinn Kionna Jater.

Mélissa Diawakana er leikstjórnandi sem býr yfir mikilli reynslu og hefur spilað í Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Mexíkó, Póllandi og Slóvakíu. Hún hefur m.a. reynslu af því að spila í EuroCup og í fyrra spilaði hún í NF1 deildinni í Frakklandi þar sem hún skoraði 18 stig, skilaði 6 stoðsendingum og tók 5 fráköst að meðaltali í leik.

Kionna Jeter er skotbakvörður spilaði með háskólaliði Towson í þrjú ár, var stigahæst öll tímabilin og valin í lið ársins í CAA deildinni öll árin. Hún er öflug bæði í sókn og vörn og afar skilvirkur skotmaður. Hún var valin í nýliðavali WNBA árið 2021 af Las Vegas Aces en spilaði enga leiki fyrir liðið. Á lokaári sínu hjá Towson var hún með 23 stig, 5 frákost, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -