spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÍslandsmeistararnir semja við þrjá af efnilegri leikmönnum landsins

Íslandsmeistararnir semja við þrjá af efnilegri leikmönnum landsins

Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við þrjá af efnilegri leikmönnum félagsins fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.

Þetta eru þeir Atli Hrafn Hjartarson fæddur 2007, Jakob Kári Leifsson fæddur 2008 og Björn Skúli Birnisson fæddur 2007. Samkvæmt tilkynningu Stjörnunnar eru miklar vonir bundnar við þessa leikmenn, sem á síðustu árum hafa gert flotta hluti með yngri flokkum Stjörnunnar, liði KFG í fyrstu deildinni og yngri landsliðum Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -