spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistararnir semja við fimm efnilega leikmenn

Íslandsmeistararnir semja við fimm efnilega leikmenn

Íslandsmeistarar Þórs í Þorlákshöfn hafa samið við fimm unga og efnilega leikmenn félagsins. Þeir Ísak Júlíus, Sæmundur Þór, Tristan Rafn, Tómas Valur og Benjamín Þorri munu allir vera með félaginu á næsta tímabili, en þeir hafa allir æft upp alla yngri flokka þess og stigið sín fyrstu skref með meistaraflokkinum á síðustu árum.

Tilkynning:

Fimm ungir og efnilegir leikmenn hafa skrifað undir sinn fyrsta samning við meistaraflokkslið karla en þeir hafa allir æft og leikið með Þór frá fyrstu tíð. Þeir hafa stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki ásamt því að leika í unglingaflokki. Við óskum þeim Ísaki Júlíusi, Sæmundi Þór, Tristani Rafni, Tómasi Vali og Benjamín Þorra til hamingju

Fréttir
- Auglýsing -