spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistararnir öruggir gegn ÍR

Íslandsmeistararnir öruggir gegn ÍR

ÍR sló Þór útúr bikarnum síðast þegar þessi lið mættust, en þá var Borche við stýrið. Nú er hinn 22 ára Ísak Wíum að þreyta sína frumraun í Subway deildinni með Sveinbjörn ÍR legend Classen sér til aðstoðar. En Ísak hefur verið yngriflokkaþjálfari hjá ÍR.


ÍR er að leita að sínum fyrsta sigri en þeir eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar en eru hættulegir og pressulausir og koma vel stemmdir í Höllina. Þórsarar unnu Stjörnuna síðast og eru að slípast vel saman eftir miklar breytingar. En Þór virðist leika mjög svipað og í fyrra og geta stólað á marga leikmenn til að taka af skarið.Síðasti leikur ÍR í Glacial höllinni er samt einhvað sem þeir vilja gleyma.

Fyrsti leikhluti

ÍR ingar koma vel stemmdir til leiks og opna vörn Þórs vel með flottu spili. Pryor byrjar vel auk Marwins sem rekur sýna menn áfram. Þórsarar byrja fyrsta leikhluta á að reyna koma boltanum inní teig og spila þann leik að pósta á leikmenn ÍR. Fyrsti leikhluti endar 29-27 fyrir Þór þó að orkan virðist vera með ÍR sem spiluðu á 9 mönnum.

Annar leikhluti
Luciano er að sýna okkur flottan leik hérna bæði í vörn og sókn en Lárus er að spila á hraðanum núna eru þeir Glynn að ná vel saman. Marwin er að spila vel og finnur sýna menn mjög vel í opin skot auk þess er Pryor að sýna okkur flottan leik. Staðan eftir fyrri hálfleik er 52-45 fyrir heimamenn. Áhugavert er að Davíð Arnar er með 100% skotnýtingu, þar af tveir þristar. En stigahæstir eftir fyrri hálfleik eru Glynn hjá þór með 16 stig og Pryor hjá ÍR með 15. En báðir eru að eiga góðan leik þó fari ekki mikið fyrir þá sérstaklega Glynn þá er hann að skila vel í kassan. En Pryor er að staðsetja sig vel og félagar hans eru að finna hann vel í fyrri hálfleik.
Villur: hjá þór eru Ronaldas og Emil báðir komnir með 3 villur en hjá ÍR er Róbert komin með 2.
Tölfræði liða virðist vera svipuð hjá báðum smá munur á skotnýtingu. En gott framlag frá Luciano í öðrum leikhluta þar sem hann stal 2 boltum og keyrði upp hraðan í vörn og sókn.

Þriðji leikhluti

Daníel fær tvær villur á fyrstu tveim mínútunum. Þórsarar skríða frammúr ÍR ingum en það vantar framlag frá fleirri mönnum hjá þeim og mæðir mikið á Marwin sem fær litla hvíld og er vel gætt af Luciano. Staðan er 67-57 þegar er leikhlé er lifa 3:12 af 3 leikhluta. Þriðja leikhluta lokið og er staðan 77-65 fyrir heimamenn.
ÍR ingar eru að gera vel en virðast vanta framlag frá fleirrum í liðinu. Þór heldur uppteknum hætti og spila á hraðanaum og eru duglegir að skipta í vörninni og eru meiri takt í sókninni.

Fjórði leikhluti

Þór með 6-0 run á fyrstu mínútunni staðan 83-67 þegar ÍR tekur leikhlé
Daníel með þrjá þrista á 3 mínútum en þeir geta ekki skilið hann eftir opinn.
Þórsarar spila við hvern sinn fingur eru komnir í 20 stig þegar 5:10 eru eftir. En ÍR ingar virðast vera þreyttir og er vörnin orðin eins og gata sigti. Lokastaða 105-93 fyrir Þór.

Tölfræði leiks
Hjá Þór var Glynn með tvennu 28 stig og 11 fráköst 36 í framlag.
Hjá ÍR var Pryor stigahæstur með 21 stig en athygli vakti að hann tók ekki eitt vítaskot í leiknum. Næstur á eftir honum var Shakir með 18 stig og 9 stoðsendigar en það mæddi mikið á honum í leiknum.

Þórsarar voru með 52% skotnýtingu í leiknum á móti 47% hjá ÍR.
Þór vann frákastabáráttuna 44 á móti 34 hjá ÍR.

Niðurstaða

ÍR getur tekið margt gott úr leiknum en þeir spiluðu vel á köflum en virtust ekki hafa orku í að klára heilan leik. Fengu samt 28 stig af bekknum sem er gott veganesti. Það sem er helst er að þeir mættu bæta skotvalið sitt og á ég þar við einstaka leikmenn. Að auki þurfa þeir að fara út að hlaupa í breiðholtinu. Annars virðast þeir hafa hóp sem getur náð lengra en botnsæti.

Þórsarar eru að spila vel og virðist sem Lárus sé svoldið að láta liðið spila fjölbreyttan sóknarleik og er að búa til öflugt vopnabúr. Leikurinn byrjaði ínní teig en Ron var komin með 3 villur þá færðist leikurinn utar og hraðinn jókst. Þór virtist vera að ströggla en var samt alltaf með yfirhöndina þó furðulegt sé en það er víst það sem gerir þá að meisturum. Auk þess hafa þeir alltaf einhvern til að bakka upp. Glynn er hverrar krónu virði.

Tölfræði leiks

Umfjöllun, viðtöl / Magnús Elfar

Fréttir
- Auglýsing -