spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistararnir með sigur gegn Vestra í fyrsta heimaleik vetrarins

Íslandsmeistararnir með sigur gegn Vestra í fyrsta heimaleik vetrarins

Íslandsmeistarar Þór Þorlákshöfn tóku á móti Vestra í fyrsta heimaleik í Iceland Glacial Höllinni þennan veturinn í fyrsta leik annarar umferðar Subway deild karla.

Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð Vestri heima á Ísafirði í framlengdum leik á móti Keflavík og Þór í ljónagryfjunni á móti Njarðvík. Vestramenn stóðu vel í Deildarmeisturum Keflavíkur í fyrsta leik sínum í efstu deild.

Þórsarar mæta hér með mikið breytt lið frá því þeir lyftu þeim stærsta um mitt sumar. Athygli vekur að hinn efnilegi Tómas Valur byrjar hjá Þór en hann er einmitt bróðir Styrmis sem var í lykilhlutverki hjá liðinu áður en hann fór í Háskólaboltann í Bandaríkjunum. Hjá Vestra eru þeir Hallgrímssynir komnir heim frá Stjörnunni og verður spennandi að sjá þá í stærra hlutverki hjá Vestra í vetur.

Fyrri hálfleikur

Fyrri hálfleikur þór leiðir frá byrjun. Vestra menn byrja á að brenna fyrstu leikklukkuna. Og eiga í erfiðleikum með vörn þórs. Að sama skapi virðast þórsarar opna vörn Vestra með einföldum sóknarleik. Lárus lækkar meðalhæðina í liðinu í lok fyrsta leikhluta og eykur þar af leiðandi hraðan en Vestramenn ná ekki að nýta sér hæðina en munurinn 25-17 fyrir heimamenn. Mortensen hóf leikin af krafti og setti tvo þrista snemma en fékk fljótlega 2 villur.

Annar leikhluti hefst af krafti hjá Þór. Kóngurinn setur tvo þrista með stuttu millibili og virðast þórsarar hafa Vestra menn þar sem þeir vilja þegar 5:44 eru eftir af klukkunni er staðan 39-23. Vestri virðast ekki ráða við hraðan hjá heimamönnum og kemur berlega í ljós munur á breidd liðana. Vestramenn fá dæmda á sig óíþróttamannslega villu og tæknivillu í sömu sókninni sem er ekki til að bæta stöðuna. Vestri nær samt að laga stöðuna fyrir lok fyrri hálfleiks sem lýkur 44-34 fyrir Þór. Vestra menn eru með betri skotnýtingu í fyrri hálfleik 40% á móti 44% Nemanja hjá Vestra er með 100% skotnýtingu í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur

Þórsarar halda uppteknum hætti og refsa Vestramönnum sem eiga í erfiðleikum með litla breidd í liðinu og skiljanlega eru þeirra bestu menn kannski aðeins þungir á sér í vörninni. Því staðan er fljótlega kominn uppí 20 stig þegar 3 leikhluti er rúmlega hálfnaður.

Áhugaverð tölfræði þegar fjórði  leikhluti er búin, að Vestri hefur aðeins fengið dæmdar á sig 12 villur og enginn þeirra hefur verið á Daniel sem er stigahæsti maður þórs. 74-50 eftir þriðja. Þórsarar halda áfram að spila fasta vörn á gestina sem eiga í erfiðleikum.

En Þórsarar hreinlega keyrðu yfir Vestra í lokin sem börðust en höfðu ekki breiddna til og endaði leikurinn 100-77 fyrir heimamenn.

Tölfræðin

Hjá Þór var Daniel M stigahæstur með 27 stig og þótti það merkilegt að Vestri brutu aðeins tvisvar á honum og það gerðist ekki fyrr en í fjórða leikhluta, Ronaldas tók 13 fráköst og Glynn var með 11 stoðsendingar auk þess að vera framlagshæstur + – 28. En Þórsarar gáfu 32 stoðsendingar í leiknum.

Hjá Vestra Nemanja með 14 stig en hann var með 100% nýtíngu fram í fjórða leikhluta. En auk þess tók hann 10 fráköst. 20 stig komu af bekknum sem er áhugavert.

Úr leiknum

Lið Þórs hefur fengið til sín góða leikmenn og þá helst Danan Mortensen eins virðist Lárus halda uppteknum hætti frá því í fyrra og gefur ungum leikmönnum stærra hlutverk í liðinu í vetur. Og hefur hann hafa góða blöndu af reynslumiklum og hæfileikum að spila úr af heimamönnum í Þorlákshöfn.

Vestra menn geta tekið margt jákvætt með sér því þeir virðast hitta vel en varnarlega mættu þeir setja meiri pressu á sterkustu skotmenn mótherjana. Ef þeir herða vörnina og ná að stjórna hraða leikja þá eru þeir sýnd veiði en ekki gefinn.

Tölfræði leiks

Umfjöllun, viðtöl / Magnús Elfar

Fréttir
- Auglýsing -