Leikjaniðurröðun Bónus deildar kvenna fyrir komandi tímabil er nú aðgengileg á heimasvæði deildarinnar hjá KKÍ.
Hér fyrir neðan má sjá leiki fyrstu umferðar, en fyrstu leikir eru á dagskrá þann 30. september. Líkt og sjá má hér fyrir neðan byrja deildin á leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Garðabæ.
Nýliðar deildarinnar KR og Ármann byrja sín tímabil á leik gegn hvoru öðru sama dag og þá fá Íslandsmeistarar Hauka lið Tindastóls í heimsókn.
Fyrsta umferð Bónus deild kvenna
Stjarnan Njarðvík – kl. 18:15 – 30. september
Ármann KR – kl. 19:15 – 30. september
Haukar Tindastóll – kl. 19:15 – 30. september
Keflavík Valur – kl. 19:15 – 1. október
Hamar/Þór Grindavík – kl. 19:15 – 1. október
Hér má sjá leikjaniðurröðun Bónus deildar kvenna



